Þetta eru þau atriði sem tryggja manni góðan göngutúr. Svo lengi sem að barnið er vært og sátt í vagninum að sjálfsögðu!
Áður en ég fór í fæðingarorlof ætlaði ég mér að vera alla daga í einhverjum fáránlega töff rifnum mom jeans og í flottri peysu við. Það væri svona hið klassíska fæðingarorlofslúkk. Fljótlega komst ég hins vegar upp á lagið með það að vera í sömu íþróttafötunum dag eftir dag eftir dag. Mér finnst þægilegast að vera í fötum sem gera manni kleyft að vera hreyfanlegur og svitna! Þegar maður að er að hlaupa á eftir þremur börnum, í bónusferðum fyrir fimm manna fjölskyldu og dröslandi bílstól, kerru og skiptitösku með öllum hinum lífsins nauðsynjum er gott að vera í fötum sem þvælast ekki fyrir manni. Þá getur maður líka hoppað út í góða gönguferð án þess að þurfa að skipta eða fá gallabuxnanudd á lærin. Uppáhalds flíkurnar mínar eru Nike Thermal hlaupa peysa, Lululemon wonder under high rise buxur (sem er það besta sem nýbökuð móðir getur átt!) og Brooks ghost 10 hlaupaskórnir. Í þessari múnderingu eru mér allir vegir færir. Vagnaganga getur tekið á, sérstaklega upp brekkur. Það er ágætis áreynsla að ýta á undan sér 15 kílóum af vagni og barni og því ágætt að klæða sig eftir því. Mér finnst nauðsynlegt að hafa vettlinga þar sem hendurnar eru allan tímann á handfanginu, berskjaldaðar fyrir íslenskri veðráttu.
Ég reyni alltaf að taka með mér vatnsbrúsa og er það sérstaklega mikilvægt fyrir mæður með barn á brjósti. Heyrnatól eru bráðnauðsynleg til að hlusta á tónlist, hljóðbækur eða hlaðvörp. Ég elska það einna mest við gönguferðirnar, að geta sökkt mér inn í það sem ég er að hlusta á sem er yfirleitt ágætis tilbreyting frá óminum af Hvolpasveit og Umizuim. Sjálf var ég bara að uppgvöta Hlaðvarpið, hef augljóslega verið með höfuðið í sandi síðustu ár en hjálpi mér hvað það var stórkostleg uppgvötun! Þetta var bara þarna beint fyrir framan mig allan tímann, lítið krúttlegt app í símanum. Uppáhalds hlaðvarpið þessa dagana er Fílalag – mæli með!
Hvað varðar barnið og búnað vagnsins finnst mér mikilvægt að vera með regnplast, það er allra veðra von á þessu blessaða landi. Ég hef svo alltaf meðferðis lítinn ungbarnakodda sem gerir barninu kleyft að hálfliggja eða sitja sé það enn í vagnstykkinu en vill geta reist sig stundum. Sumir vagnar eru með baki sem hægt að lyfta upp (t.d. Emmaljunga) en samt sem áður gott að hafa koddan fyrir auka stuðning. Þetta á sérstaklega við um börn á aldrinum þriggja – sjö/átta mánaða. Þá hef ég einnig alltaf meðferðis létt ullarteppi til að þétta vagninn ef til þess þarf.
Kerrupokinn er nausynlegur nánast allan ársins hring, sérstaklega fyrir minni börnin. Ég er hrifnust af dúnkerrupokum en á sjálf engan slíkan en á óskalistanum er dúnkerrupokinn frá merkinu Ver De Terre. Við erum núna að notast við kerrupoka frá elodie details sem er ágætur en aðallega fallegur! Hann er pólíester fylltur, fóðraður með flís og hægt er að renna honum á báðum hliðum. Við höfum einnig verið að nota millistærð af dúnsæng í sumar sem Mána þykir mjög kósí að kúra sig í. Með því að nota sæng getur maður svolítið stjórnað þéttleikanum, opnað sængina ef það er heitt en vafið henni þétt ef það er kalt. Ég hef átt gærukerrupoka og eru þeir líka fínir, mér þykir þeir þó ekki vera jafn notalegir og dúnpokar sem eru meira „fluffí“