Umsögn: Cybex Priam 2019

Cybex Priam býður upp á lúxus vagnstykki og kerrustykki sem hægt er að leggja flatt í láréttri stöðu.  Nýja áklæðið á Priam er vatns- , vind-, kulda- og sólaravarið og skapar svuntan á Lite Cot hina fullkomnu einangrun í íslensku veðurfari. Priam er afar einföld og þægileg í notkun með one handed stillingum og one pice folding. Gormafjöðrun, stór dekk og “two wheel mode” koma Priam hvert sem er, yfir hvað sem er. Þá hefur útlitið á Priam WOW áhrif þar sem hönnun hennar er klassísk innblásin af verkum Eames hjónanna.

LESA MEIRA »

Umsögn: Britax Smile 2

Samantekt: Britax Smile 2 er elskuð af eigendum sínum og það ekki að óskekju þar sem hún er bæði lipur og notendavæn foreldri og barni. Britax Smile 2 er með sæti sem bæði getur verið fram- og bakvísandi og leggst flatt í 180 gráður. Stór skermur og svunta ver barnið fyrir veðri og vindum. Snúningshjól, loftdekk og afbragðs fjöðrun gera góða gönguferð enn betri. Stellið er hægt að nýta fyrir bílstól, vagnstykki og kerrusæti og hentar því afar vel fyrir börn frá fæðingu til fjögurra ára aldurs.

LESA MEIRA »

Umsögn: Emmaljunga NXT 90 F OUTDOOR

Emmaljunga NXT 90 F OUTDOOR er sterkbyggða torfærukerran í flóru hinna svokölluðu „3 in 1“ kerra. Gróf mynstruð loftdekk fleyta henni yfir alla færð. Þrátt fyrir að vera stórgerð og kröftug er hún létt og meðfærileg í keyrslu. Rúmgott og vel einangrað sæti sem leggst flatt í 180 gráður sem og supreme vagnstykkið bjóða upp á fullkomin þægindi fyrir barn á aldrinum 0 – 4 ára. NXT 90 F er tiltölulega einföld í notkun og pakkast vel saman.

LESA MEIRA »

Umsögn: Crescent Compact 360 XT AIR

í Crescent Compact 360 Xt Air sameinast klassíks hönnun nútímaþörfum foreldra með snúningsdekkjum og veglegum skerm. Compact Air er með rúmgóðu sæti og hentar börnum frá aldrinum sex mánaða til fjögurra ára. Hún leggst vel saman og er á loftdekkjum sem margir foreldrar kjósa fram yfir nútíma gúmmídekk. Crescent vagnarnir eru hannaðir í Svíþjóð og henta því einstaklega vel í norrænar aðstæður.

LESA MEIRA »

Umsögn: Cybex Eezy S+

Cybex Eezy S+ er hin fullkomna snattkerra sem hentar vel í öllum aðstæðum. Stór dekk ráða við snjó og torfærur. Veglegur skermur ver barn fyrir sól og vindi. Rúmgott sæti og fullkominn 180 gráðu halli á sætisbaki skapa hin bestu þægindi fyrir barn á aldrinum 0 – 4 ára. Kerran er lögð saman með einu handtaki og dásamlegt er að eiga við hana. Eezy S+ ætla ég að fá mér sjálf fyrir mín börn.

LESA MEIRA »

Umsögn: Cybex Balios S

Cybex Balios S er einföld, pottþétt og tiltölulega ódýr kerra sem hefur alla þá kosti sem foreldrar ættu að leita að. Rúmgott og þægilegt sæti sem legst flatt í láréttri stöðu og getur verið fram- og bakvísandi. Góður skermur sem fer vel yfir kerruna og veitir gott skjól fyrir vindi og sól. Góð dempun og dekk sem ættu að ráða við flestar torfærur. Hægt er að leggja kerruna saman með einni hendi sem og að taka kerru- og vagnstykki af og á.

LESA MEIRA »

Umsögn: Cybex Eezy S Twist

Cybex Eezy S Twist er frábær snatt- og ferðakerra. Hún hefur þann eiginleika að hægt er að snúa sæti kerrunnar í 360 gráður með einu handtaki. Þá er hægt að eiga við kerruna með einni hendi s.s. að leggja hana saman og taka sætið af grindinni. Eezy S Twist hentar börnum frá fæðingu til fjögurra ára aldurs og hægt er að fá bílstólafestingar á hana. Eezy S Twist er svo fyrirferðalítil að hún rúmast í handfarangurshólfi flestra flugvéla.

LESA MEIRA »

Samanburður: Cybex Balios S og Baby Jogger City Elite

Kerrurnar hafa það sameiginlegt að vera svona einhver millistærð af kerrum, hálfgerðar allra handa kerrur sem henta vel í nærri öllum aðstæðum.  Ef maður ætlaði að vera nægjusamur (sem ég er ekki!) og eiga aðeins eina kerru væri önnur hvor þessara fullkomin í hlutverkið. Þær eru báðar afar þægilegar og liprar í keyrslu og réð ég vel við að keyra báðar kerrurnar samtímis!

LESA MEIRA »

Umsögn: Silver Cross Coast

Silver Cross Coast er fullkomin kerra fyrir stækkandi fjölskyldur. Bæði hentar hún afar vel fyrir eitt barn en er einnig sem systkinakerra. Coast er bæði létt og nett en einnig sterkbyggð og traust kerra. Coast er hentug í notkun þar sem hægt er að svissa á milli bílstóls, kerrustykkis og vagnstykkis eftir því sem við á. Þá er útlit kerrunnar afar vandað og þægindi barnsins í fyrirrúmi með góðri bólstrun í kerrusæti og dúnamjúku áklæði í vagnstykki .

LESA MEIRA »

Umsögn: Baby Jogger City Select Lux

Baby Jogger City Select Lux er frábær kerra og kemst ansi nálægt því að vera hin fullkomna systkinakerra. Hún leggst vel saman, er með miklu farangursplássi og góðri burðargetu. Mikið úrval aukahluta fáanlegt og býr yfir mjög góðum aksturseiginleikum þrátt fyrir að vera frekar löng og þung þegar tvö börn eru í henni. Sterk, einföld, þægileg fjölnota kerra fyrir eitt eða tvö börn í einu. Frábært að geta fellt kerrusætin alveg saman og hefði verið fullkomið að geta gert það sama við burðarrúmið með einföldum hætti.

LESA MEIRA »
Close Menu