Þessa dagana erum við fjölskyldan að prófa Cybex Balios S en við fengum hana að láni frá netversluninni Dóttir og Son og líst enn sem komið er afar vel á. Nánari umsögn um þá kerru kemur síðar. Ég fékk svo frábæra spurningu í gegnum instagram um Balios S í samanburði við Baby Jogger City Elite. Við eigum sjálf Elite kerruna og (ég fjallaði um hana hér) og var ég sjálf mjög spennt að bera þessar tvær saman.
Það var svo fallegt vetrarveður í dag og dró ég elsta gríslinginn með út að labba svo hægt væri að skoða kerrurnar tvær saman. Við búum svo vel að eiga ömmu og afa í næsta nágrenni og héldum því leiðina þangað, í snúða og nýbakað brauð.
Kerrurnar hafa það sameiginlegt að vera svona einhver millistærð af kerrum, hálfgerðar allra handa kerrur sem henta vel í nærri öllum aðstæðum. Ef maður ætlaði að vera nægjusamur (sem ég er ekki!) og eiga aðeins eina kerru væri önnur hvor þessara fullkomin í hlutverkið. Þær eru báðar afar þægilegar og liprar í keyrslu og réð ég vel við að keyra báðar kerrurnar samtímis!
Lykiltölur:
Cybex Balios S:
- Sæti: L96cm*B30sm
- Breidd milli dekkja: 59 cm.
- Þyngd: tæp 11 kg.
- Þyngdarmörk: 25 kg (17 kg EU staðlar)
- Verð: 53.900 – 54.320
Baby Jogger City Elite:
- Sæti: L90cm*B30cm
- Breidd milli dekkja: 65 cm
- Þyngd 12,5 kg
- Þyngdarmörk: 35 kg (veit ekki með EU)
- Verð: 79.000
Báðar kerrurnar er hægt að nota með vagnstykki og bílstól. Báðar eru með afar góðum skerm sem fer vel yfir kerruna en að mínu mati lokar skermurinn á Balios kerruna betur af. Auðveldara er að leggja Elite saman en það tekur tvö skref að leggja saman Balios.
Burðakarfan á Balios er örlítið stærri en á Elite. Balios kemur með öryggisslá en hana þarf að kaupa sérstaklega á Elite. Sætið á Balios er uppréttara í sitjandi stöðu heldur en á Elite en bíður aðeins upp á þrjá hæðastillingar á meðan hægt er að ráða hæðinni á sætisbakinu sjálfur á Elite. Dekkin eru svipuð að stærð en froðufyllt dekk eru á Elite en gúmmídekk á Balios. Elite er þriggja hjóla kerra á meðan Balios hefur fjögur hjól. Báðar kerrurnar réðu vel við snjófærð sem og gras og virtust vera með ágætis grip í hálku.
Á Balios er hægt að snúa sætinu fram eða aftur og auðveldlega taka það af eða á til að setja bílstól eða vagnstykki. Á Elite þarf hins vegar að þræða áklæðið af stellinu eða setja vagnstykkið eða bílstól á kerruna.
Ég þekki ekki nægjanlega vel stærðirnar á vagnstykkjum Elite eða Balios S en þau eru keypt sér í báðum tilvika.