Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Takk!

18. október, 2018 | Kerrur

 

 

 

 

 

 

 

Mig langar að þakka fyrir viðbrögð ykkar við þessari síðu. Þau hafa verið vonum framar. Við erum greinilega þó nokkur þarna úti að fást við kerrufíknina ef marka má skilaboð og athugasemdir sem mér hafa borist <3

Mig langar líka til að hvetja þig lesandi góður að senda mér umsögn um þína uppáhaldskerru hér. Hún þarf ekki að vera löng eða ítarleg en gæti ef til vill hjálpað foreldrum að velja kerru (eða hvatt aðra til að kaupa enn eina kerruna sem þeir þurfa ekki!)

Þið sem þykist hafið óvænt villst hér inn getið tekið eftirfarandi próf til að kanna hvort þið séuð haldin kerrufíkn eða einfaldlega áhugasöm um barnakerrur:

Átta merki þess að vera haldin sjúklegri kerrufíkn:

  1. Þú hefur átt fleiri en eina kerru, jafnvel nokkrar. Hver og ein þeirra hefur átt að þjóna ákveðnum (lífsnauðsynlegum) tilgangi s.s. að rúmast vel í skott eða henta í torfærur.
  2. Allar kerrurnar sem þú átt eru í fullkomnu standi, en þig vantar samt sem áður eina í viðbót. Kannski er til betri kerra en sú sem þú átt!!
  3. Það hefur komið upp sú hugsun að eignast eitt barn til viðbótar svo þú getir prófað nýja kerru.
  4. Þú velur þér aukahluti á kerruna til að gera hana fallegri s.s. kerrupoka og skiptitösku í stíl.
  5. Þú gægist aðeins oftar en eðlilegt er í barnavöru verslanir og á bland.is til að kanna hvort eitthvað áhugavert leynist þar.
  6. Þú hefur óvart setið í klukkutíma að lesa 435 umsagnir frá Bretlandi um hvernig ákveðin kerra leggst saman og hvort skermurinn á henni sé nægjanlega stór… og bætir svo öðrum klukkutíma í að horfa á youtube myndbönd af þessari kerru í samanburði við aðra kerrur.
  7. Þú horfir ekki á fólk, þú horfir á kerrur. Þú ferð til útlanda og skoðar ekki landslagið, nei þú rýnir í hverja þá einustu barnakerru sem auga þitt nemur.
  8. Þú upplifir öfundsýki og kláða fram í fingur þegar þú sérð einhvern með frábæra kerru og þú veist að þú verður að eignast hana.

Ég get (því miður) tikkað við öll þessi atriði, hvað með þig?