Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Umsögn: Nanook kerrupoki

16. nóvember, 2018 | Kerrur

Ef þú hélst lesandi góður að það flóknasta við að velja útbúnað fyrir barnið væri val á vagni þá skjátlast þér! Fyrsta skrefið er ef til vill að velja vagn. Annað skref er hins vegar að ákveða hvernig kerrupoka þú ætlar að umvefja litla krílinu þínu! Og það getur verið mjög flókið val. Svo flókið að á mínum 11 ára barneignaferli er ég búin að fara í gegnum fimm kerrupoka en er nú nýlega búin að finna þann eina rétta (vonandi!!). Kerrupokar eru ýmist úr gæru, gerviefnum eða dún og svo úr allskonar blöndum af þessum þremur efnum.

Ég hef átt allar gerðir og var í leit af hinum fullkomna dúnkerrupoka. Af hverju dúnkerrupoka kunni þið að spyrja? Jú að því að ég vildi poka sem væri nettur, lipur, með góða öndun og umfram allt hlýr. Svo finnst mér dúninn vera meira kósí og umlykjandi heldur en ullar/gærupokar þó þeir séu vissulega hlýir.
Eftir að hafa spurst fyrir í barnakerru facebook hópnum barnakerrur – tips og sala fékk ég greinagóð svör frá reyndum og kröfuhörðum mæðrum. Mér bent á Nanook kerrupokann sem fæst bæði í Móðurást og svo í litla gleðigjafanum á Akureyri. Mér leist nú reyndar betur á Voksi pokann sem eru með þeim fallegri sem ég hef séð! Hins vegar þykir Nanook pokinn liprari svo ég ákvað að skella mér á hann. Báðir pokar hafa það sameiginlegt að hægt er að bæta við lengingu á þá svo pokinn nýtist betur. Í minni poka verður meiri einangrun heldur en í stórum og því afar gott að geta stillt pokann eftir stærð barnsins.

Illa haldin af áhrifagrini skundaði ég hið snarasta í Móðurást og keypti mér Nanook pokann. Nú hef ég átt hann í nokkrar vikur og get svo sannarlega af öllu hjarta (því þetta er jú hjartans mál) gefið honum öll mínu bestu meðmæli. Nanook pokinn er undirmerki norska merkisins easygrow sem eru einnig með dásamlega kerrupoka!

Það sem ég hrifnust af varðandi Nanook pokann er ullarinnleggið í bakstykkinu sem skapar dásamlega góða einangrun. Pokinn sjálfur inniheldur 90% dún og 10% fiður og er ótrúlega hlýr en gefur góða öndun. Áklæðið innan í pokanum er úr flaueli sem er svo mjúkt og notalegt fyrir lítinn haus að kúra sig í. Þá er hægt að strekkja á bandi sem liggur í kringum opið til að einangra pokann enn betur og gefur barninu aukið skjól. Skriðvörn er aftaná pokanum sem gerir það að verkum að hann rennur ekki til í sætinu. Það sem ég er samt hvað ánægðust með er hve lipur pokinn er og fellur vel að barninu. Það er mikill kostur sérstaklega þegar barnið situr þar sem stífur poki getur hreinlega gert barninu erfiðara fyrir að sitja.

 

p.s. nánari umfjöllun um Nanook pokann má sjá á instagram síðunni minn (kerrutips)