Umsögn: Silver Cross Reflex

Samantekt:  Sem regnhlífakerra er Silver Cross Reflex fullkomin og mjög falleg. Kerran er að mínu mati mitt á milli þess að vera hin fullkomna létta ferðakerra og almennileg traustbyggð kerra og er þá bæði í senn allt og ekkert. Nægjusamir foreldrar gætu látið sér þessa kerru duga sem sína einu kerru því hún er fær í flestan sjó.

LESA MEIRA »

Takk!

Mig langar að þakka fyrir viðbrögð ykkar við þessari síðu. Þau hafa verið vonum framar. Við erum greinilega þó nokkur þarna úti að fást við kerrufíknina ef marka má skilaboð og athugasemdir sem mér hafa borist <3 

LESA MEIRA »

Kerrutips: Sólarströndin

Persónulega finnst mér betra að vera með veglega kerru þegar farið er í frí til sólarlanda. Til að auka þægindi allra, foreldra og barna er gott að vera með þá kerru sem barnið er vant að nota og foreldrar kunna á. Þá þykir mér mikilvægt að kerran sé sterk og sé góður hvíldarstaður fyrir barnið

LESA MEIRA »

Umsögn: Baby Jogger City Elite

Samantekt:  Ef þú ætlar að eiga eina kerru myndi ég mæla með þessari. Hún tékkar í ansi mörg box á draumakerrunni en er þó ekki fullkomin. City Elite kerran hentar frá fæðingu þar til að barnið er orðið það stórt að það þverneitar að sitja í kerru. Hún er vegleg og þægileg í notkun.

LESA MEIRA »

Umfjöllun: Jogger City Tour Lux

Það sem heillaði mig hvað mest við City Tour Lux er að hægt er að snúa sætinu í báðar áttir sem uppfyllir þarfir foreldra yngstu barnanna. Hægt er að leggja sætisbakið í alveg lárétta stöðu og færa upp og niður fótskemil.

LESA MEIRA »

Umsögn: Silver Cross Pioneer

Samantekt: Ágætis kerra sem býður upp á marga möguleika með færanlegu vagn og kerrustykki og gott að geta notað bílstól á kerrugrindina. Kerran hentar vel frá fæðingu og til 4/5 ára aldurs. Stór galli er þó að mínu mati keyrslueignleikar kerrunnar og hefði ég eflaust gefið henni meiri séns ef hún hefði ráðið betur við götur borgarinnar.

LESA MEIRA »

Umsögn: Brio Nova 2006

Samantekt: Ég mæli hiklaust með þessari elsku sem svalavagni sérstaklega ef burðarrúm fylgir með. Það á einnig við um Simo vagnana en ég hef ekki gerst svo fræg að eiga einn slíkan. Mér þótti afar þægilegt að burðarðarúm og sakna þess að eiga eitt slíkt.

LESA MEIRA »
Close Menu