Umsögn: Baby Jogger City Select Lux

Baby Jogger City Select Lux er frábær kerra og kemst ansi nálægt því að vera hin fullkomna systkinakerra. Hún leggst vel saman, er með miklu farangursplássi og góðri burðargetu. Mikið úrval aukahluta fáanlegt og býr yfir mjög góðum aksturseiginleikum þrátt fyrir að vera frekar löng og þung þegar tvö börn eru í henni. Sterk, einföld, þægileg fjölnota kerra fyrir eitt eða tvö börn í einu. Frábært að geta fellt kerrusætin alveg saman og hefði verið fullkomið að geta gert það sama við burðarrúmið með einföldum hætti.

LESA MEIRA »

Umsögn: Cybex Priam

Cybex Priam hefur allt það sem foreldrar gætu óskað sér bæði fyrir sig og barnið. Priam býður upp á mjúkt, rúmgott og vel einangrað vagnstykki fyrir lítið kríli og lúxus kerrusæti sem bæði er rúmgott og hægt að leggja flatt í láréttri stöðu. Þá er Priam afar einföld og þægileg í notkun sem er ákveðinn orkusparnaður fyrir þreytta foreldra á ferð og flugi! Til viðbótar við þetta allt saman hefur útlitið á Priam WOW áhrif þar sem hönnun hennar er klassísk innblásin af verkum Eames hjónanna.

LESA MEIRA »

Umsögn: Nanook kerrupoki

Það sem ég hrifnust af varðandi Nanook pokann er ullarinnleggið í bakstykkinu sem skapar dásamlega góða einangrun. Pokinn sjálfur inniheldur 90% dún og 10% fiður og er ótrúlega hlýr en gefur góða öndun. Áklæðið innan á pokanum er úr flaueli sem er svo mjúkt og notalegt fyrir lítinn haus að kúra sig í. Það sem ég er samt hvað ánægðust með er hve lipur pokinn er og fellur vel að barninu og svo stækkar hann með því!

LESA MEIRA »

Umsögn: Silver Cross Jet

Ég er kolfallin! Silver Cross Jet er hin fullkomna ferða-, skott-, snattkerra sem bæði er með vel einangruðum skerm, ágætri dempun og sætisbaki sem leggst flatt í láréttri stöðu og bíður því upp á kósí hvíldarstað fyrir börn á ferð. Dekkin ráða við erfiðara undirlag en flísarnar í Smáralind og því hægt að redda sér með þessa elsku í flestum aðstæðum. Þá gerir regnplastið gæfumun í íslenskri veðráttu. Fullkomin í flugið og á ferðalagið hvort sem það er í breskum vetrarkulda eða í spænskri hitabylgju.

LESA MEIRA »

Kerrutips: Innlit í barnavöruverslanir

Ég mæli með því að verðandi foreldrar taki sér dag saman til að skoða úrvalið í helstu barnavöruverslunum. Áður en lagt er af stað er gott að vera búinn að kynna sér vörurnar á netinu til fá hugmyndir um hvað það er sem maður er að leita af. Ég er kannski svona galin en ég verð að skoða vöruna með eigin augum, prufa, keyra og þukla….

LESA MEIRA »

Umsögn: Simo Kombi 625

Samantekt: Simo vagn býður upp á fyrsta flokks þægindi fyrir barnið þitt. Góð einangrun, gott pláss og mikil dempun. Klassískt útlit og vagn sem endist árum saman. Heldur þungur fyrir þá sem þurf að ferðast mikið með vagninn í bíl eða koma honum upp stiga á heimili sínu. Án snúningshjóla og því erfiðara að keyra hann heldur en þær kerrur/vagnar sem eru á markaðnum í dag. Ef þú ert tilbúin/n að fórna þínum þægindum fyrir þægindi barnsins þíns þá er þessi vagn algjörlega málið

LESA MEIRA »

Umsögn: Bugaboo Fox

Samantekt: Fullkomin, fim, falleg, fáránlega létt. Kerra sem kemst allt og hentar í nær öllum aðstæðum. Ef ég ætti 190.000 kall myndi ég kaupa hana núna strax! Kostir Bugaboo Fox eru margir og ber þá helst nefna góður skermur, rúmgott og mjúkt vagn- og kerrustykki og svo er ótrúlega gott að keyra kerruna og kemst hún allt!.

LESA MEIRA »

Kerrutips: Bugaboo

Ég hafði verið í ástar/haturs sambandi við Bugaboo í nokkur ár. Mér fannst kerrurnar fallegar en var búin að ákveða að hér væri um að ræða eitthvað hype sem ég ætlaði mér svo sannarlega ekki að taka þátt í. Mér fannst þær vissulega fallegar, svo fallegar að í kerruglápi erlendis gat ég greint Bugaoo kerrur frá hinum kerrunum í órafjarlægð.

LESA MEIRA »
Close Menu